Hækkanir urðu á japönskum hlutabréfamörkuðum. Japanska Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 1,10% og Nikkei 500 um 0,99%.

Gengi hlutabréfa á meginlandi Kína fór enn lækkandi á föstudag og hefur þá lækkað um 25-28% á ársgrundvelli. Lækkun á gengi samsettu Shanghai vísitölunnar milli daga nam um 0,63%, meðan Shenzen-vísitalan lækkaði um 1,22%. Eins og stendur eru hlutabréfamarkaðir þó lokaðir vegna fagnaðarhalds nýs kínversks árs.

Í Hong Kong hækkaði gengi Hang Seng meginlandsvísitölunnar um 0,62%. Hong Kong/Asíuvísitala Standard & Poor’s hækkaði þá einnig um 0,90%.

Olíuverð hefur þá farið hækkandi. Brent hráolía hefur hækkað um 0,7% og kostar nú 34,3 dali á meðan West Texas hráolía kostar 31,08 dali eftir 0,62% hækkun.