Wall Street í New York.
Wall Street í New York.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í viðskiptum vestanhafs í dag. Nasdaq vísitalan lækkaði um 2,3% og S&P 500 vísitalan um 2%. Heimsvísitala FTSE lækkaði um 1% og flestar hrávörur lækkuðu einnig.

Financial Times segir að sigurvegarar dagsins séu helst japanska jenið, sem styrkist töluvert gagnvart helstu gjaldmiðlum, og gull, sem náði sínu hæsta gildi í einn mánuð. Fjárfestar óttast að leiðtogar Evrópusambandsins muni ekki komast að samkomulagi um hvernig skal leysa skuldavanda evrusvæðisins. Leiðtogafundur ESB verður haldinn á morgun og var búist við tíðindum af honum. Í dag var hins vegar greint frá að fundi fjármálaráðherra hafi verið frestað.