Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,30% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.135,03 stigum. Gengi bréfa Fjarskipta hækkaði um 0,62%, bréf VÍS hækkuðu um 0,61% og bréf Haga hækkuðu um 0,52%. Bréf TM lækkuðu aftur á móti um 0,95%, bréf Eimskips um 0,78% og bréf Marels um 0,73%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 1,3 milljarði króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,10% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,12% og sá óverðtryggði um 0,05%. Velta á skuldabréfamarkaði nam 5,5 milljörðum króna og þar af var velta með óverðtryggð bréf 3,9 milljarðar.