Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði í dag, annan daginn í röð. Í dag nam lækkunin 0,77% og endaði í 1.745,84 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam tæpum 3,2 milljörðum.

Hlutfallslega hækkuðu bréf í Össur mest eða um 4,88% þó í litlum viðskiptum. Þau námu 982 þúsund krónur.

Bréf í flestum öðrum fyrirtækjum lækkuðu eða héldust í stað. Hlutfallslega var mesta lækkunin á bréfum í TM, en þau lækkuðu um 3,7% í rúmlega 70 milljóna króna viðskiptum. Næst mesta lækkunin var hjá Regin fasteignafélagi, en þar nam lækkunin 2,58% í tæplega 273 milljón króna viðskiptum.

Mest viðskipti voru með bréf Haga en þau hækkuðu um 0,20% í rúmlega milljarð króna viðskiptum.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði einnig um 0,15% í 6,7 milljarða viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,4% í dag í 9,4 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1% í dag í 3,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 3,5 miljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 2,6 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði lítillega í dag í 0,1 milljarða viðskiptum.