*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 17. maí 2017 17:50

Lækkanir á mörkuðum vestra

Ásakanir um að Trump forseti hafi deilt leynilegum upplýsingum og umdeild ákvörðun um að reka forstjóra FBI valda áhyggjum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu verulega í kjölfar frétta af fundi Donald Trump forseta og rússneska sendherrans. Féllu þrjár helstu hlutabréfavísitölurnar á Wall Street um meira en 1% í dag.

S&P500 hlutabréfavísitalan féll um 1,31% og féll hún niður í 2.369,21 stig. Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,34% niður í  20.698,99 stig og Nasdaq vísitalan féll um 1,77% niður í 6.060, 50 stig.

Ástæðan er talin vera aukin vantrú markaðarins á því að ríkisstjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta geti náð í gegn lofuðum umbótum á skattkerfinu og því reglugerðarumhverfi sem markaðurinn býr við.

Deilur um samskipti við Rússland

Forsetinn stendur nú í ströngu því miklar deilur eru í bandarísku þjóðfélagi vegna þess annars vegar að hann rak James Comey úr stöðu sinni sem yfirmaður FBI, en hann hafði staðið fyrir rannsókn stofnunarinnar á meintum tengslum rússnesku leyniþjónustunnar við lekamál sem komu upp í kringum kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Hafa jafnvel heyrst kröfur um afsögn Trump, í kjölfar ásakana um að hann hafi deilt of miklum leyniþjónustuupplýsingum með rússneskum stjórnvöldum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is