Verð hlutabréfa hefur farið lækkandi á mörkuðum um allan heim í dag. Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu í morgun. Svipuð þróun var á evrópskum markaði og við opnun vestanhafs.

Erlendir miðlar líta einkum til tilkynningar forsætisráðherra Kína um versnandi hagvaxtarhorfur, þegar leitað er skýringa á lækkunum dagsins. Búist er við að hagvöxtur í ár verði um 7,5% í Kína. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2004 sem kínversk stjórnvöld spá hagvexti undir 8 prósentum.

Í Evrópu lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,61%, DAX vísitalan um 0,8% og CAC 40 um 0,4%.