Hlutabréfamarkaðir í Asíu lækkuðu víða í nótt eftir vöxt síðustu fimm daga. Er það þrátt fyrir að væntingar séu um að seðlabankar muni lækka eða viðhalda lágum stýrivöxtum í kjölfar óróans sem kom eftir að ljóst var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið.

Lækkuðu víða en einnig hækkanir

Einnig var vænst þess að lækkanir yrðu á mörkuðum í Evrópu þegar þeir opnuðu og reyndist það rétt.

Minna var um verslun á mörkuðum í Asíu í nótt eftir að hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir í gær vegna hátíðarhalda í tilefni 4. júli, þegar Bandaríkjamenn fögnuðu 240 árum síðan þeir lýstu yfir Sjálfstæði frá Bretum.

Hækkanir í Shanghæ

Lækkaði Nikkei 225 vísitalan um 0,7% í nótt og Hang Seng vísitalan í Hong Kong sömuleiðis um 0,6%, en Shanghai Composite vísitalan hækkaði hins vegar um 0,6% eftir að viðskiptakannanir sýndu að vöxtur í þjónustu hafði ekki verið meiri í 11 mánuði.

Markaðir í Ástralíu breyttust eilítið, S&P/ASX 200 vísitalan lækkaði um 1,1%, sem og gjaldmiðillinn lækkaði um 0,3%, eftir að seðlabanki landsins hélt stýrivöxtum í sýnu lægsta í sögunni, 1,75%.

Skuldir plaga banka

Hlutabréf í Evrópu lækkuðu alla jafna, lækkaði FTSEurofirst 300 vísitalan um 0,6%, sem kom mikið til vegna 1,6% lækkunar í bönkum.

Lækkuðu hlutabréf í ítölskum bönkum um 3,7% vegna mikilla skulda eftir að forsætisráðherra landsins, Matteo Renzi sagði að engin áform væru uppi um að setja opinbert fé í bankana.

Breska pundið lækkaði og japanska yenið styrktust eilítið á mörkuðum gagnvart Bandaríkjadal.