Fyrirtækið De Beers, sem er stærsti demantaframleiðandi í heimi, hefur ákveðið að lækka verð sín um allt að níu prósent vegna minnkandi eftirspurnar. Bloomberg greinir frá þessu.

Fyrirtækið hafði áður reynt að draga úr framleiðslu sinni til þess að mæta dvínandi eftirspurn, en það virðist ekki hafa borið árangur og hefur fyrirtækið því ákveðið að lækka verð á vörum sínum.

Fyrirtækið ætlar að bjóða demanta samtals að virði 250 milljóna dala á slíku verði. Verð á demöntum hefur farið lækkandi það sem af er árinu og hafði verðið lækkað um nær 10% áður en fyrirtækið ákvað að grípa til aðgerðanna.