Nokkuð stór hluti af veiðimönnum sem veiða í Laxá á Ásum eru útlendingar og ekki síst Bretar. Krónan hefur styrkst mikið á árinu og pundið lækkað.

Sturla Birgisson, sem sér um rekstur árinnar, segist hafa fundið fyrir þessu í samtölum sínum við breska veiðimenn.
„Við tókum þá ákvörðun að koma til móts við þá vegna þessarar gengisþróunar. Við höfum lækkað verðið til þeirra," segir hann.

Sturla segist mjög bjartsýnn á veiðina næsta sumar.

"Miðað við þær mælingar sem gerðar voru hjá okkur síðasta sumar þá er full ástæða til bjartsýni. Það fór gríðarlega mikið af seiðum til sjávar í byrjun sumars og þau fóru út á töluvert stuttum tíma. Ég á því von á að smálaxagöngurnar geti orðið góðar næsta sumar. Við skulum hafa í huga að veiðin í Laxá á Ásum var frábær árið 2015 og reyndar líka tvö ár þar á undan og þetta eru að hluta þeir seiðaárgangar sem munu skila sér á næsta ári og árið 2018."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .