Tilkynnt var í dag um 235 milljóna punda styrktarsamning þýska tæknifyrirtækisins TeamViewer AG við enska knattspyrnufélagið Manchester United. Lógo TeamViewer mun prýða treyjur United frá og með næsta tímabili en samningurinn nær til fimm ára.

Hlutabréf TeamViewer, sem rekur fjarskiptabúnað, lækkuðu um 16% í kjölfar þess félagið tilkynnti um samninginn og nýja afkomuspá fyrir árið 2021, sem endurspeglar aukin útgjöld í markaðsmál. Í uppfærðu afkomuspánni var spáð 49%-51% EBITDA framlegð, en félagið hafði áður áætlað að hlutfallið yrði á bilinu 55%-57%.

George Webb, greinandi Morgan Stanley telur þó að markaðsáhrif af samningnum gæti aukið eftirspurn TeamViewer verulega, að því er kemur fram í frétt Bloomberg . Því ályktar hann að lækkun hlutabréfa félagsins í dag verið kauptækifæri. Þegar fréttin var skrifuð nam lækkun hlutabréfaverðs fyrirtækisins í dag 12,4%.