Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 653,6 milljörðum króna í lok júní og lækkuðu um 21,3 milljarða króna milli mánaða. Eignirnar námu 670,5 milljörðum króna í byrjun árs 2017. Þetta kemur fram í nýlegum tölum sem gefnar voru út af Seðlabanka Íslands.

Eignir verðbréfasjóða námu 150,1 milljarði króna og lækkuðu um 788 milljónir króna. Eignir fjárfestingarsjóða námu 335,9 milljörðum króna og lækkuðu um 18,4 milljarða króna milli mánaða

Lækkunina má aðallega rekja til hlutabréfasjóða sem lækkuðu um 11,7 milljarða krónur og peningamarkaðssjóða sem lækkuðu um 8,5 milljarða króna í júní.

Í lok júní var heildarfjöldi sjóða 174, þ.e. 45 verðbréfasjóðir, 55 fjárfestingarsjóður og 74 fagfjárfestasjóðir.