Bandarískir fjárfestar fóru að ókyrrast eftir hádegi í dag í New York vegna verðbólgutalna sem birtar verða á morgun. Ekki síst vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Evrópu í dag, í fyrsta sinn í 11 ár.

Verðbólgutölurnar á morgun munu ráða miklu um vaxtabreytingar hjá bandaríska Seðlabankanum. Flestir búast við 0,5% hækkun í júní og öðru eins í júlí.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,94%, S&P500 lækkaði um 2,38% og Nasdaq lækkaði um 2,75%.