Bandarískir fjárfestar hafa fylgt í fótspor kollega sinna á meginlandi Evrópu. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa lækkað eftir að viðskipti hófust þar í dag. Evrópskir markaðir eru niður um 2,5% að meðaltali í stærstu kauphöllum vegna titrings af stjórnarkreppunni í Grikklandi. Reuters-fréttastofan segir hagtölur frá Kína ekki bæta ástandið en vísbendingar eru um að hagkerfið þar hafi kólnað nokkuð.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 0,94%, S&P 500-vísitalan lækkað um 0,98% og Nasdaq-vísitalan lækkað um 0,91%.