Allar helstu hlutabréfavístölur í Evrópu lækkuðu í dag en ekki verður þó sagt að um miki fall hafi verið að ræða en sem fyrr ræður óleystur skuldavandi Grikkja miklu. FTSE í London lækkaði um 0,88%, Dax í Frankfurt um 0,47%, CAC í París um 0,46% og Euronext um 0,37%. Markaðir vestan hafs voru líka rauðir þegar þrír tímar lifðu af viðskiptum en lækkunin þar var heldur ekki mjög mikil - S&P og Dow Jones höfðu þá lækkað um 0,25-0,35%.