Breska pundið heldur áfram að lækka fjórða daginn í röð á mörkuðum og hefur ekki verið lægra í tvo mánuði.

Fylkingarnar tiltölulega jafnar

Kemur þetta í kjölfar þess að skoðanakannir sýna enn að mjög mjótt er á mununum milli þeirra sem vilja að Bretland yfirgefi Evrópusambandið og þeirra sem vilja halda áfram að vera í því. Kosið verður um þessa mikilvægu spurningu þann 23. júní næstkomandi, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar hér á landi.

Breska pundið hefur núþegar lækkað um 4% á þessu ári og spá hagfræðingar að það lækki enn daginn eftir að kosið verður ef þeir sem vilja yfirgefa sambandið ná meirihluta en það hækki ef evrópusinnaðir hafa sigur í kosningunum.