Gengi bréfa í N1 hefur lækkað um 10,05% í dag. Stærstur hluti lækkunarinnar er til komin vegna arðgreiðslu en arðgreiðsludagur er i dag. Arðgreiðslan nemur 1650 milljónum íslenskra króna.

Samkvæmt upplýsingum frá miðlara sem VB talaði við má gera ráð fyrir að 9,5% af lækkun á gengi hlutabréfa N1 sé vegna arðgreiðslunnar. Þá stendur eftir 0,55% óútskýrð lækkun.

Þá lækkun mætti hugsanlega rekja til þess að í gær dró Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, til baka framboð sitt til stjórnar N1. Aðalfundur félagsins fór fram í gær.