Mikil lækkun á eldsneytisverði á heimsmarkaði að undanförnu hefur ekki að öllu leyti skilað sér til neytenda hér á landi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að bensínfélögin ættu að hafa svigrúm til að lækka verðum þrjár til fjórar krónur til viðbótar eftir að tekið hefur verið tillit til gengisþróunar og meðalálagninar. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir að lækkanirnar hafi að fullu skilað sér til neytenda og að bensínverð hafi verið á samfelldri niðurleið undanfarnar sex vikur. Á þeim tíma hafi verðið lækkað sem nemur um 20 krónum á hvern líter.