Hlutabréfamarkaði lækkuðu nokkuð í Asíu í morgun og hafa nú ekki verið lægri í þrjá mánuði. Viðmælendur bæði Bloomberg fréttaveitunnar og Reuters fréttastofunnar eru sammála um að lækkunina megi rekja til þess pólitíska óróa sem nú ríkir í Evrópu í kjölfar kosninganna í Grikklandi og Frakklandi sem fram fóru um helgina.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 1,2% í morgun og hefur að sögn Bloomberg ekki verið lægri frá því um miðjan janúar sl.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 1,5% í dag, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 0,8% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 1,9%. Að sögn Bloomberg var töluverð velta með hlutabréf í Japan, eða um 3% hærri en meðaltal síðasta mánaðar. Aftur á móti var veltan í Hong Kong um 7% lægri en meðaltal síðasta mánaðar.

Í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 0,9% og í Singapúr lækkaði Kospi vísitalan Kospi vísitalan um 0,9%.

Hlutabréfamarkaði í Evrópu hafa þó flestir hækkað það sem af er degi en FTSEurofirst 300 vísitalan hefur, þegar þetta er skrifað, hækkað um 0,25%.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,2%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 0,2% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 0,5%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 0,2% en í Zurich hefur SMI vísitalan lækkað um 0,2%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan staðið í stað í morgun en í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan hækkað um 0,6% og í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,7%.