Hlutabréf lækkuðu á flestum mörkuðum í Asíu í dag, annan daginn í röð.

Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar virðast fjárfestar enn óttast greiðsluþrot ríkja innan ESB. Enn á eftir að kjósa um niðurskurð í ítalska þinginu og ekkert liggur ljóst fyrir um framtíð Grikklands.

Þá lækkaði gengi bréfa í Toyta um tæp 2% eftir að félagið birti uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung þar sem hagnaður dróst saman um rúm 30% á milli ára auk þess sem Toyta gaf út afkomuviðvörun fyrir fjórða ársfjórðung. Toyta segir flóðin í Tælandi draga úr framleiðslu og hagnaði en að sögn bæði Bloomberg og Reuters fréttaveitunnar kunnan að vera fleiri slæmar fréttir vegna flóðanna á Tælandi án leiðinni næstu daga.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 1,3%, í Hong Kong stóð Hang Seng vísitalan í stað og í Kína lækkaði Shanghai vísitalan um 0,2%.