Allar helstu hlutabréfavísitölu í Asíu lækkuðu í nótt og segja erlendir fjölmiðlar það mega rekja til þess að augu og ótti fjárfesta hafi enn á ný tejist að beinast að Evrópu og skuldavandanum þar. Nokkei-vísitalan lækkaði um 0,83% í nótt, Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,07% og ASX í Ástralíu lækkaði um liðlega 1%. Þegar tæpur klukkutími lifði af viðskiptum í Hong Kong var Hang Seng þó yfir núllinu eða í 0,16%.