Hlutabréf lækkuðu á mörkuðum í Asíu í morgun. Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja lækkunin til þess að í morgun tilkynntu Kínverjar að gert sér ráð fyrir 7,5% hagvexti í ár, sem er lægsti hagvöxtur frá árinu 2004 þó öðrum kunni að þykja hann öfundsverður.

MCSI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 0,9%. Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,8%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,4% og í Kína lækkaði Shanghai vísitalan um 0,6%.

Í Suður Kóreu lækkkaði Kospi vísitalan um 0,9% og í Ástralíu lækkaði S&P200 vísitalan  um 0,2%.

Þá hafa hlutabréf í Evrópu jafnframt lækkað það sem af er degi. Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,6%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 0,9% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 1,3%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 1% en í Sviss stendur SMI vísitalan í stað.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,6%, í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan lækkað um 1% og í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 1,2%.