Nokkur lækkun var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Fyrri hluta síðustu viku hækkuðu verð á bandarískum mörkuðum en lækkuðu aftur á föstudag.

Dow Jones DJI vísitalan lækkaði um 0,60%, Standard & Poor‘s 500 SPX vísitalan um 0,22% og Nasdaq IXIC vísitalan um 0,07%.

Meðal þess sem áhrif hefur haft til lækkunar er bandaríski bankinn JPMorgan Chase. Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar Reuters í dag. Bankinn seldi andvirði 25 milljarða dollara af eignum til að vega á móti tekjutapi eftir viðskiptamistökin sem kostuðu bankann umtalsverðar fjárhæðir.