Allir helstu hlutabréfamarkaðir Evrópu hafa lækkað það sem af er degi. Þannig hefur FTSE100 vísitalan breska lækkað um 0,8%, DAX vísitalan í Þýskalandi um 1,6% og CAC40 vísitalan í Frakklandi um 1,7%.

EuroStoxx vísitalan hefur lækkað um 1,7%. Markaðir hrjást af óvissu og ljóst er að fréttir af gríðarlegum örvunarpakka Obama forseta í Bandaríkjunum duga ekki til að kæta markaðinn.