Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í dag, væntanlega ekki síst vegna áhyggna af því hvort Grikklandi tekst að forða sér frá gjaldþroti en eins vegna nýrra talna um hagvöxt í Bandaríkjunum en þær voru heldur undir væntingum.

FTSE í London lækkaði um 1,07%, Dax í Frankfurt um 0,43%, CAC í París um 1,14% og Euronext um 0,96%. Þegar þetta er skrifað eru flestar tölur rauðar vestanhafs, Dow Jones hafði lækkað um 0,6% og S&P 500 um 0,25% en að víu hafði Nasdaq hækkað lítillega eða um 0,2%.