Lækkun var á evrópskum hlutabréfamarkaði við opnun í morgun. Þýska DAX vísitalan lækkaði um 0,1%, breska FTSE 100 um 0,1% og franska CAC-40 um 0,4%.

Á heimasíðu bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal segir ljóst að áframhaldandi áhyggjur fjárfesta af þróun mála á evrusvæðinu orsaki þessar lækkanir. Niðurstaða leiðtogafundar G8 landanna um helgina var að Grikkland ætti áfram að vera í evru-samstarfinu. Bandaríska dagblaðið segir þó að skort hafi á samkomulag um hvernig ætti að koma til móts við samdráttinn í Evrópu sem sjá mætti á viðbrögðum fjárfesta í dag.

Gengi evrunnar gagnvart bandaríkjadollara batnaði þó lítillega. Gengið var 1,2780 dollarar við lokun markaða á föstudaginn en 1,2767 dollarar við opnun nú í morgun.