Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,56% í dag og endaði í 1.334,28 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 5,94%. Eftir miklar hækkanir á miðvikudag í kjölfar stýrivaxtalækkunar hefur hlutabréfamarkaðurinn sigið eilítið niður á við síðustu tvo daga.

Gengi bréfa Eimskips hækkaði um 0,21% í dag, en gengi bréfa annarra skráðra félaga annað hvort stóð í stað eða lækkaði. Þannig lækkaði gengi bréfa HB Granda um 2,0%, Nýherja um 1,87% og VÍS um 1,35%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam í dag 774,3 milljónum króna og var mest velta með bréf HB Granda, eða 260 milljónir.