Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0.28% í dag og endaði í 1,846 stigum. Markaðurinn hefur hækkað um 40.84% frá áramótum.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa TM um 3.20% í 370 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Símans hækkaði um 1.68% í viðskiptum sem hljóðuðu upp á rúmlega hálfan milljarð. Einnig hækkaði gengi bréfa Icelandair um 0,73% í 760 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa VÍS um 5.49% í 350 milljón króna viðskiptum. Þar á eftir situr N1, en gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 3.19% í viðskiptum upp á hálfan milljarð króna. Gengi bréfa Reita lækkaði einnig um 0.82%, í 513 milljón króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 4,1 milljarður króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 3,4 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 3,8 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 3,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 2,7 milljarða viðskiptum.