Það voru rauðar tölur í Kauphöllinni í dag þar sem nokkur félög lækkuðu. BankNordik hækkað þó um 3,03%. Mest lækkun var á bréfum í Högum eða um 1,87% og HB Grandi lækkaði um 1,06%. Tryggingafélögin VÍS og TM lækkuðu bæði, VÍS um 0,90% og TM um 0,45%. Icelandair lækkaði um 0,42%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,61% en frá áramótum hefur hún hækkað um 4,07%. Samtals voru viðskipti með hlutabréf tæpar 400 milljónir og viðskipti með skuldabréf námu 4,9 milljörðum króna.