Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,22% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.682,15 stigum. Gengi bréfa VÍS hækkaðui um 0,95% og Fjarskipta um 0,54%. Mest var lækkunin á gengi bréfa N1, eða 1,48% og þá lækkaði gengi HB Granda um 0,94% og Sjóvár um 0,93%. Velta á hlutabréfamarkaði nam alls um 1.477 milljónum króna í dag og var veltan mest í viðskiptum með bréf N1.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 7,4 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 1,7 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 5,7 milljarða viðskiptum. Engin velta var með bréf í vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa í dag.