Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,76% í dag og endaði í 1,831 stigi. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 39,71%.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Marel, eða um 2,40% í 850 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa HB Granda hækkaði einnig um 1,44% í 845 þúsund króna króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair um 4,05% í 2,1 milljarða króna milljóna króna viðskiptum. Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í dag að bandarísk stjórnvöld hvöttu íbúa landsins til þess að ferðast ekki utan landsteinanna vegna hryðjuverkaógnar.

Þar á eftir kemur Eimskip, en gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 1,97% í viðskiptum upp á 132 milljónir króna.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 3,5 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 2,3 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,4% í dag í 3,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 2,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 1,7 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,6 milljarða króna viðskiptum.