Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,20% í dag og endaði í 1,891 stigi. Þá hefur vísitalan hækkað um 0,59% frá áramótum.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Nýherja, eða um 6,25% í viðskiptum sem hljóða upp á 173 milljónir króna. Verð á hvert bréf félagsins er þá 17 krónur. Einnig hækkaði gengi bréfa Eikar, eða um 0,71% í 261 milljónar króna viðskiptum. Verð á hvert bréf Eikar nemur þá 8,52 krónum.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,27% í 407 milljóna króna viðskiptum. Verð á hvern hlut Icelandair Group er þá 37,2 krónur. Einnig lækkaði gengi bréfa Marel í dag, eða um 0,40% í viðskiptum sem hljóða upp á 401 milljón króna. Verð á hvert bréf er þá 246 krónur.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmlega 2,2 milljarður króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 4,6 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 2 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 3,7 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 0,5 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 3,2 milljarða króna viðskiptum.