Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 1,21% í 1,6 milljóna króna veltu með bréfin í Kauphöllinni í dag. Fremur lítil velta var almennt með hlutabréf á markaðnum ef frá eru skilin velta með bréf Haga og Össurar.

Gengi hlutabréfa Haga lækkaði um 0,55% og endaði í 18 krónum á hlut í 58 milljóna króna viðskiptum. Gengið hefur ekki verið lægra síðan seint í mars. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,48% í 50 milljóna króna viðskiptum.

Eina félagið sem hækkaði að markaðsvirði var Marel sem fór upp um 0,65%.

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega, um 0,08% og endaði í 1.058 stigum.