Eins og búast mátti við varð umtalsverð lækkun á asískum hlutabréfamörkuðum í þegar jarðskjálftinn reið yfir Japan í nótt. Fram eftir degi hafi orðið lítilsháttar lækkun á helstu vísitölum, en skömmu fyrir lokun varð mikil lækkun. Við lokun, kl. 16 að staðartíma, hafði Nikkei-vísitalan lækkað um 1,7% en jarðskjálftinn varð aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun markaða í Japan.

Þróun Topix-vísitölunnar var svipuð og við lokun hafði hún einnig lækkað um 1,7%. Hang Seng-vísitalan sem mælir þróun hlutabréfaverðs í Hong Kong lækkaði einnig mikið við fréttir af jarðskjálftanum en rétti svo aðeins úr kútnum skömmu fyrir lokun og lækkaði alls um 1,6%. Að sögn BBC lækkuðu framvirkir samningar með japönsk hlutabréf í Singapore um 3%  þegar ljóst var hve mikið tjón hafði orðið í skjálftanum.

Þá veiktist jenið snögglega gagnvart dollar en jafnaði sig svo á ný og við lokun markaða var gengi þess nánast óbreytt að sögn Bloomberg.