Að mati Landsvirkjunar hefur breyting á lánshæfi hjá Standard & Poor's ekki í för með sér áhrif á núverandi skuldbindingar fyrirtækisins.  Rekstur Landsvirkjunar sé stöðugur og allar helstu kennitölur og sjóðstreymi hafi  batnað á undanförnum mánuðum.

„Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunar í BB úr BB+ í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir innlendar skuldbindingar úr BBB í BBB- í gær. Horfurnar eru neikvæðar hjá báðum aðilum," segir í tilkynningu Landsvirkjunar til Kauphallar.

Hinn 17. maí síðastliðinn var lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir innlendar skuldbindingar lækkuð um einn flokk í BBB-. Svo segir í tilkynningu Landsvirkjunar:

Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar tekur mið af breytingum á lánshæfiseinkunnum ríkissjóðs en einkunn Landsvirkjunar hefur nú verið lækkuð um einn flokk í BB úr BB+. Á sama tíma voru lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunar teknar af athugunarlista og eru áfram með neikvæðum horfum sem fyrr segir.