Gengi hlutabréfa Marel í íslensku Kauphöllinni stóð við lokun markaða á föstudag í 607 krónum á hlut en bréf félagsins hafa hækkað um rúm 23% frá 23. mars, daginn sem innlendur hlutabréfamarkaður náði lágmarki eftir samfellda lækkun í heilan mánuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Gengi bréf félagsins er því einungis tveimur krónum lægra en það var föstudaginn 21. febrúar, sem var síðasti dagurinn áður en lækkunarhrynan hófst.

Gengi bréfanna hefur lækkað um 0,33% en leiðrétt fyrir arðgreiðslu sem Marel greiddi í mars hafa bréfin raunar hækkað um 1,5%. Þrátt fyrir að lækkun bréfanna hafi nær alfarið gengið til baka hér á landi hafa bréfin eftir sem áður lækkað um um 13,6% í Kauphöllinni í Amsterdam frá 21. febrúar.

Sá munur skýrist þó nær alfarið af því að á umræddu tímabili veiktist krónan um 12,5% gagnvart evru, sem er myntin sem Marel gerir upp í og bréf félagsins í Amsterdam eru skráð.