Forsætisráðuneytið óskaði nýverið eftir því við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að stofnunin tæki að sér að greina áhrif tolla og vörugjalda á verðlag, sú skýrsla liggur nú fyrir. Helstu niðurstöður hennar eru þær að lækkun gjalda hafi skilað sér í vasa neytenda. Smásöluverð allra varanna lækkaði og álagning kaupmanna, mæld í krónum, lækkaði eða breyttist lítið á sjö vörum af átta.

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á tollum, vörugjöldum og virðisaukaskatti á síðustu árum. Tollar á allar vörur, að búvörum undanskildum, voru afnumdir í tveimur skrefum í ársbyrjun 2016 (föt og skór), og 2017 (aðrar vörur). Almenn vörugjöld voru afnumin í einum áfanga í ársbyrjun 2015. Almennur virðisaukaskattur var lækkaður úr 25,5% í 24% í ársbyrjun 2015 en lægra skattþrepið var hækkað úr 11% í 14% á sama tíma.

Hagfræðistofnun mat álagningu kaupmanna á átta tegundum innfluttra matvara, fatnaðar og heimilistækja á árunum 2014 til 2017. Þá voru verið borin saman fyrir og eftir kerfisbreytingu — og var þróun álagningar í krónum var síðan notuð sem mælikvarði á kjarabætur neytenda. Til að mynda lækkaði álagning á 1 kg. af strásykri úr 65 krónur árið 2014 niður í 41 krónu árið 2017. Álagning á gallabuxur úr 8.452 krónur niður í 7.961 krónum og álagning á ísskápum úr 26.962 krónum niður í 20.515 krónum.

Hægt er að kynna sér betur skýrsluna og helstu niðurstöður hennar hér.