Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að lækkun tryggingagjald sé möguleiki sem mótvægisaðgerð vegna mikilla launahækana. Fyrst þurfi þó að kanna ýmis áhrif kjarasamninganna á ríkissjóð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Bjarni segir að fyrsta skrefið sé að skoða áhrif kjarasamninganna á fjárlög, þá bæði á tekju og útgjaldahliðinni. Næsta skref verði síðan að skoða hvers konar efnahagslegra mótvægisaðgerða þurfi að grípa til.

Bjarni segir einnig að kjarasamningarnir gætu leitt til hækkana á bótafjárhæðum. Hann segir þó geta verið erfitt að lækka tryggingargjaldið og hækka bætur á sama tíma, því þá þurfi ríkið sjálft að fjámagna stærri hluta bótanna án tryggingagjaldins.