Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu við opnun markaða á Wall Street í dag. S&P 500 vísitalan lækkaði sjöunda viðskiptadaginn í röð. Nýir hagvísar í Bandaríkjunum benda til veikari bata og þá óttast fjárfestar mögulega lækkun á lánshæfiseinkunn ríkisins.

Barack Obama
Barack Obama
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Frumvarp um hækkun skuldaþaks verður rætt í Öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag og fer atkvæðagreiðsla fram í kjölfarið. Frestur til að hækka skuldaþakið rennur út á miðnætti en lögin kveða á um að auka heimild ríkisins til lántöku um 2400 milljarða dali og minnka fjárlagahalla um 2100 milljarða á næstu tíu árum.

Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni í gær með 269 atkvæðum gegn 161. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt þingmenn til að samþykkja frumvarpið.