Hlutabréf á Wall Street hafa lækkuðu við opnun kauphallarinnar í New York í dag.

Þegar tæp klukkustund er frá opnun hafa allar helstu vísitölurnar þrjár, Dow Jones, S&P500 og Nasdaq lækkað. Nemur lækkunin 0,1% til 0,35%.

Þrátt fyrir að þingkosningarnar í Grikklandi hafi farið vel að mati fjárfesta, hefur ástandið á Spáni ekki batnað.

Álagið á ríkisskuldabréf landsins til 10 ára hafa hækkað mikið í morgun og er komið í 7,19%, það hæsta í 18 ár.