Sú ákvörðun fjármálaráðherra að leggja til að framlög til Sérstaks saksóknara verði lækkuð um 36% kom Ólafi Þór Haukssyni ekki sérstaklega á óvart. „Það lá fyrir frá upphafi að embættið þyrfti að takast á við ákveðinn verkefnakúf, sem reyndar færðist til frá því sem menn gerðu ráð fyrir, og að honum afgreiddum myndu fjárframlög lækka.

Annars eigum við eftir að sjá hver endanlega niðurstaðan verður og eigum eftir að klára rekstraráætlun fyrir næsta ár.“ Hann segist ekki geta sagt til um það, að svo stöddu, hvort þessi lækkun framlaga muni leiða til fækkunar starfsmanna hjá embættinu.