Úr viðtali Viðskiptablaðsins við Gylfja Arnbjörnsson:

„Kjör lækna á Íslandi eru í efstu 5% tekna landsmanna. Þetta er tekjuhæsti hópurinn í landinu, ásamt forstjórunum. En þeim kannski fannst það ekki nóg, þannig að þetta áróðursstríð sem var í kringum þetta var mjög grimmt. Út úr þessu koma einhverjar tvö- til þrjú­ hundruð þúsund krónur í hækkun á mánaðarlaunum og ég held að þarna hafi einfaldlega keyrt um þverbak. Það getur vel verið að menn hafi getað útskýrt það fyrir félagsmönnum okkar að kennarar hafi þurft á einhverri leiðréttingu að halda, en það rekur sig ekki upp í stöðu læknanna."

„Þá þurfti bara okkar hópur að segja: Fyrirgefið, við ætlum ekki að fara að axla ábyrgð á stöðugleika og allir aðrir sjá um launahækkanirnar. Það bara virkar ekki þannig.“

Gylfi Arnbjörnsson er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .