Í fískiskólanum á Suðureyri, sem hefur starfsemi að fullu nú í haust, geta ferðamenn mætt með sinn eigin fisk og matreitt með aðstoð heimamanna. Skólinn tilheyrir fyrirtækinu Fisherman en undir því nafni er jafnframt rekið gistiheimili, veitingastaður og verslun.

„Við erum búin að innrétta sérstakt rými fyrir gesti þar sem þeir geta komið inn og lært allt um fisk.Við förum í rauninni yfir ferlið frá hafi ofan í maga,“ segir Elías. „Það er misjafnt hvort fólk veiðir fiskinn sjálft, fer í fiskvinnsluna og velur sér fallegan fisk eða fær hann tilbúinn hér í fiskiskólanum,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman.

Hann segir að undanfarin ár hafi gestir gjarnan komið á gistiheimilið með fisk sem þeir hafa veitt sjálfir eða fengið hjá sjómanni niðri á höfn og beðið um aðstoð við eldamennskuna. Hjónin hafi þá hlaupið undir bagga í eldhúsi veitingastaðarins Talisman sem þau reka samhliða gistiheimilinu. Eftirspurnin var slík að þau sáu ástæðu til að búa til sérstaka aðstoðu fyrir þessa kennslu og bjóða upp á eldamennskunámskeið fyrir matgæðingana.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.