Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla hefur verið að stækka ár frá ári, en í ár voru 120 fyrirtæki stofnuð, af ýmsum stærðum og gerðum, og munu þau kynna vörur sínar í Smáralindinni um helgina,“ segir Petra Bragadóttir, framkvæmastjóri Ungra frumkvöðla á Íslandi, eða JA Iceland. Hún segir þetta vera stærsta viðburðinn til þessa, en 550 nemendur taka nú þátt í keppninni úr 13 framhaldsskólum á landinu, en á tveimur árum hefur þátttakan aukist úr 312 nemendum.

Junior Achievement eru í ár aldargömul félagssamtök, stofnuð í Bandaríkjunum en verkefni samtakanna snerta nú meira en 10 milljónir nemenda á hverju ári í um 122 löndum. Þar af yfir 4 milljónir nemenda í 39 Evrópulöndum, en þau hafa starfað nánast samfleytt hér á landi frá árinu 2002. Aðaláherslan í starfseminni er að undirbúa nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá ungu fólki með aukinni viðskiptamenntun og fjármálalæsi, til að auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .