*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 7. apríl 2019 12:03

Læra að stofna fyrirtæki

Undanfarna daga hafa ungir frumkvöðlar selt vörur sínar og hugmyndir á sérstakri vörumessu í Smáralind.

Ritstjórn
Petra Bragadóttir er framkvæmdastjóri samtakanna Ungir frumkvöðlar á Íslandi sem hún segir vel heppnað dæmi um samstarf skóla og atvinnulífs til að auka nýsköpunaranda hjá nemendum.
Haraldur Guðjónsson

Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla hefur verið að stækka ár frá ári, en í ár voru 120 fyrirtæki stofnuð, af ýmsum stærðum og gerðum, og munu þau kynna vörur sínar í Smáralindinni um helgina,“ segir Petra Bragadóttir, framkvæmastjóri Ungra frumkvöðla á Íslandi, eða JA Iceland. Hún segir þetta vera stærsta viðburðinn til þessa, en 550 nemendur taka nú þátt í keppninni úr 13 framhaldsskólum á landinu, en á tveimur árum hefur þátttakan aukist úr 312 nemendum.

Junior Achievement eru í ár aldargömul félagssamtök, stofnuð í Bandaríkjunum en verkefni samtakanna snerta nú meira en 10 milljónir nemenda á hverju ári í um 122 löndum. Þar af yfir 4 milljónir nemenda í 39 Evrópulöndum, en þau hafa starfað nánast samfleytt hér á landi frá árinu 2002. Aðaláherslan í starfseminni er að undirbúa nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá ungu fólki með aukinni viðskiptamenntun og fjármálalæsi, til að auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér