Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, lagði áherslu á það á fundi með aðilum vinnumarkaðarins fyrir fáeinum dögum að við komandi kjarasamninga yrði lærdómur yrði dreginn af síðustu kjarasamningum árið 2011.

Þórarinn bendir á að í aðdraganda samninganna hafi verðbólga hjaðnað töluvert, en í byrjun árs 2011 mældist hún um 2% og var ári síðar orðin rúm 6%. Þá hafi ágætur bati verið hafinn á vinnumarkaði fyrir síðustu kjarasamninga en viðsnúningur hafi orðið á vinnumarkaðnum þar sem heildarvinnustundum fækkaði auk þess sem hlutfall starfandi einstaklinga lækkaði.

Að mati Þórarins er raunhæft að raunlaun hækki til lengri tíma sem samsvarar framleiðnivexti vinnuaflsins en ljóst sé að velja þurfi á milli þess að knýja fram slíkar hækkanir með miklum nafnlaunahækkunum og verðbólgu eða hóflegri hækkunum og minni verðbólgu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .