Hópur fjárfesta hefur keypt Lágafellsland í Mosfellsbæ. Um er að ræða 45 hektara spildu í kringum Lágafellskirkju en þar er óbyggt landssvæði.  Framangreint landsvæði er samkvæmt aðalskipulagi skilgreint sem íbúðarsvæði. Að sögn Jóns G. Sandholt fasteignasala hjá fasteignasölunni Stóreign ehf. er hér um að ræða einstaklega fallegt landsvæði með útsýni til suð-vesturs.

Kaupandi landsins er Lágfellsbyggingar ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar og Þórarins Kristinssonar.