Geir H. Haarde, forsætisráðherra sagði í ávarpi til þjóðarinnar fyrir stundu að staða íslensku bankanna væri mjög slæm.

Hann sagði að umsvif bankanna væru margfalt það sem íslenska ríkið réði við og það væri óábyrgt af stjórnvöldum að leggja fram skattfé almennings þeim til bjargar.

Geir sagði að nú á eftir verði lagt fram frumvarp sem fela muni í sér breytingar á íslenskri bankastarfssemi.

Ekki kom fram í ávarpi forsætisráðherra hvað frumvarpið feli í sér.