Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var ómyrk í máli á fundi með blaðamönnum í London í morgun. Hún segir ráðamenn í heimunum verða að taka sig saman í andlitinu og grípa til raunverulegra aðgerða til þess að vinna á ástandinu í heimshagkerfinu. Jafnframt þurfi þeir að vera á verði ef ske kynni að aðstæður breytist. Lagarde sagði ekki nægilega mikið að gert til þess að efla einkaneyslu.

Þá lofaði hún áætlun Obama Bandaríkjaforseta í atvinnumálum, sem hún sagði gæta jafnvægis í skammtímamarkmiðum um að efla hagkerfið og langtímamarkmiðum um að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum.