Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, tekur við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaleyrissjóðsins fái ráðamenn í Evrópu einhverju ráðið. Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar hafa lýst yfir stuðningi við Lagarde. Staða framkvæmdastjóra AGS er laus eftir að Dominique Strauss-Kahn sagði af sér í kjölfar ákæru um kynferðisárás.

Mörg nýmarkaðsríki hafa annars mótmælt því harðlega að Evrópubúi fái starfið og nauðsynlegt sé að byggja skipun framkvæmdastjóra á hæfni en ekki þjóðerni. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir í samtali við BBC að Lagarde hafi allt til að bera til þess að stýra AGS en auk þess væri gaman að sjá konu í þessari áhrifamiklu stöðu.