Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar við verðhjöðnun í alheimshagkerfinu. Hún segist þó vera jákvæð varðandi framtíðarhagvöxt, en segir hagkerfið enn vera brothætt. „Við sjáum merki um aukna hættu á verðhjöðnun, sem gæti reynst skelfileg fyrir efnahagsbatann,“ segir Lagarde.

Vaxandi ágreiningur hefur verið um það hvort verðhjöðnun geti gripið um sig á evrusvæðinu, þar sem verðbolgan er stöðugt undir markmiðum Seðlabanka Evropu. Verðhjöðnun getur dregið úr einkaneyslu þar sem fólk bíður þá eftir því að verð lækki enn frekar. Hún dregur líka úr fjárfestingu vegna þess að lánskostnaður getur aukist.